Minjasafnið Bustarfelli

ArfleifðByggingarMatur

Í hinum fallega dal, Hofsárdal, stendur gamla ættarsetrið Bustarfell. Þessi torfbær, með rauðum stöfnum og grasi vöxnu þaki, er einn af elstu og best varðveittu bæjum sinnar tegundar á landinu. Árið 1532 keyptu Árni Brandsson og kona hans Úlfheiður bæinn Bustarfell. Síðan hefur sama ættin búið þar alla tíð.

Lögð er áhersla á að sýning gripa sé sett upp á sem raunverulegastan hátt þannig að gestir nái að upplifa heimilið rétt eins og íbúar hússins hafi brugðið sér frá stundarkorn. Sérstaða safnsins felst í því hversu vel það miðlar breyttum búskapar- og lifnaðarháttum fólk, allt frá því um 1770 til þess er hætt var að búa í bænum árið 1966.  Til að mynda eru þrjú eldhús í bænum sem öll segja sína sögu og tilheyra hvert sínu tímabili.

Frá Bustarfelli er hægt að fara í létta gönguferð upp að Álfkonusteini og Þuríðarfossi. Einnig er það vel þess virði að fara að útsýnisskífu  uppi á Bustarfellinu en þaðan er útsýni yfir sveitina og út Vopnafjörð.

Kaffihúsið Hjáleigan er rekið steinsnar frá gamla torfbænum og á opnunartíma hans.


Tíu hugmyndir að afþreyingu í Vopnafirði og nágrenni:

  1. Heimæktu Múlastofu í Kaupvangi, elsta húsi og menningarmiðstöð Vopnafjarðar. Þar er sögð saga bræðranna og gleðigjafanna Jóns Múla og Jónasar Árasonar, sem ólust upp á svæðinu.
  2. Skoðaðu söguslóðir Vopnfirðinga sögu.
  3. Baðaðu þið í fallegu sundlauginni í Selárdal sem staðsett er við bakka Selár.
  4. Skrepptu upp á Hellisheiði eystri þar sem er gríðargott útsýni yfir Héraðsflóa og víðar.
  5. Heimsæktu Borgarfjörð eystri og skoðaðu lunda í návígi við smábátahöfnina.
  6. Skoðaðu á Möðrudal á fjöllum og kynntu þér mikla uppbyggingu á staðnum þar sem Herðubreið gnæfir við himin.
  7. Skoðaðu Stuðlagil á Jökuldal með sínum ægifögrum bergmyndunum.
  8. Laugaðu þig í Vök, nýju böðunum við Urriðavatn, skammt frá Egilsstöðum.
  9. Gakktu upp að Helgifossi í Fljótsdal, sem er meðal hæstu og fegurstu fossa landsins.
  10. Skoðaðu sýningu um náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs í Snæfellsstofu. Hún er í göngufæri frá Skriðuklaustri þar sem fræðast má um skáldið Gunnar Gunnarsson, klausturminjar og snæða í Klausturkaffi.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.vopnafjardarhreppur. is og www.east.is

Bustarfell, 691 Vopnafjörður
bustarfell@simnet.is
www.bustarfell.is
855 4511
Opnunartímar:

1. júní-20. september kl. 10-17.

Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

HreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjastaðurSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is