Melrakkasetur Íslands
Melrakkasetur Íslands í Súðavík sem opnaði í árið 2010 er til húsa í gamla Eyrardalsbænum. Markmið þess er að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum (refnum/tófunni) í fortíð og nútíð en hann er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Í húsinu er fræðandi sýning um refi í náttúrunni, refarækt, safn minja og muna um refaveiðar, lifandi myndefni, uppstoppuð dýr og fleira sem hægt er að skoða með hjálp tækninnar eða hefðbundinna tækja.
Á Melrakkasetrinu er einnig kaffihús og minjagripasala.
Tíu hugmyndir að afþreyingu og á norðanverðum Vestfjörðum:
- Heimsæktu Litlabæ í Skötufirði, skoðaðu merkilegar hleðslur þar og gæddu þér á gómsætri rjómavöffu.
- Skoðaðu Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði og lærðu meira um sögu svæðisins.
- Farðu í gönguferð um gamla bæinn á Ísafiði með Ísafjörður Guide og fræðstu um sögu húsanna og fólksins sem þar bjó.
- Farðu í sjóstangveiði og veiddu í soðið.
- Skoðaðu útsýnið af nýjum útsýnispalli á Bolafjalli, ef þú þorir!
- Skrafaðu við vermann frá fornri tíð í Sjóminjasafninu í Ósvör.
- Sigldu til Hornstranda eða út í eyjuna Vigur á Ísafjarðardjúpi.
- Skoðaðu Gömlu smiðjuna á Þingeyri frá 1913 þar sem allar vélar virka enn.
- Skoðaðu listigarðinn Skrúð í Dýrafirði, sem aðrir skrúðgarðar á Íslandi draga nafn sitt af.
- Leggðu upp í kajak-leiðangur framhjá söguslóðum, selum og fuglum.
Nánari upplýsingar á www.westfjords.is