Markaðsstofa Vesturlands
Á Vesturlandi blasir sagan við í hverju skrefi. Ferðastu um söguslóðir Vesturlands. Íslendingasögur, þjóðsögur eða bara sögur af mönnum og málefnum. Sögusvið þessara sagna er hvarvetna að finna á svæðinu. Flestar Íslendingasögurnar eru skráðar á Vesturlandi, svo sem Egils saga, Sturlunga, Laxdæla, Eyrbyggja saga og fleiri, og því er svæðið kallað „Sögulandið Vesturland“.
Á Vesturlandi eru fjölbreyttir áninga- og þjónustustaðir sem henta börnum og ungmennum þar sem hægt er að upplifa sögurnar beint í æð. Á Vesturlandi er líka tröllagönguleið, óteljandi ærslabelgir, baðstaðir og leikvellir sem gera ferðalagið fyrir yngra fólkið ógleymanlegt og spennandi. Það er skemmtilegt að leyfa krökkunum að ráða för í ferðalagi um Vesturland, enda af nægu að taka og fjölbreytt þjónusta og afþreying í boði sem henta þeim.
Markaðsstofa Vesturlands heldur utan um upplýsingar um áhugaverða áfangastaði og afþreyingu í landshlutanum.