Sagnaseiður á Snæfellsnesi
Sagnaseiður á Snæfellsnesi er félag um sögulega arfleifð og frásagnarhefðir á Snæfellsnesi. Markmið félagsins er að safna, varðveita og miðla sögulegum arfi Snæfellsness með ýmsum hætti.
Sumir meðlimir félagsins hafa þróað einstaka þjónustu í formi sögumiðlunar. Þeir taka á móti gestum og bjóða upp á spjall um lífið og söguna á Snæfellsnesi. Markmið þeirra er að segja sögur, eiga samtal, ræða um þjóðsögur, menningu og allt sem snertir líf og tilveru heimamanna og Snæfellsness. Svo ef þú vilt fá góða innsýn í leyndardóma Snæfellsness hafðu þá samband við sögufylgju.
Þrenns konar þjónusta er í boði:
- Hitta sagnamanneskju á hennar heimavelli. Það gæti verið vinnustofa, heimili, bóndabær eðaönnurákveðinstaðsetning.
- Hitta sagnamanneskju á fyrirfram umsömdum stað á Snæfellsnesi. Þá er staðsetningin ákveðin í sameinginu milli sagnamanneskju og gests. Það gæti verið hjá náttúruperlu, í þéttbýli, í heita pottinum, þjóðgarðinum eða kaffihúsi. Oft er farið í stuttar göngur í þessum ferðum.
- Fá sagnamanneskju með sér í för. Þá kemur sagnamanneskjan með í ferðalagið þitt um allt Snæfellsnes. Hoppar upp í bílinn eða rútuna hjá þér og getur sagt frá öllu því sem fyrir augu ber og bent á áhugaverða staði til að stoppa.