Laugarvatnshellar

ByggingarNáttúraÓvenjulegt

Laugarvatnshellar eru manngerðir hellar á milli Þingvalla og Laugarvatns sem tilgáta er um að Papar hafi búið til fyrir landnám norrænna manna á Íslandi.  Fyrir 100 árum síðan bjuggu þar ung hjón ásamt tveimur börnum sínum og búfénaði. Þau veiddu rjúpur og seldu þær í Reykjavík til að afla tekna. Þau voru einnig  með greiðasölu fyrir ferðalanga sem á leið til og frá Reykjavík eða komu til að skoða Gullfoss og Geysi.

Hellarnir hafa nú verið endurgerðir í þeirri mynd sem þeir voru í þegar búið var í þeim fyrir tæpri öld síðan. Komdu í heimsókn og við munum fara með þig um hellana og umhverfi þeirra og segja sögur af ástum og erfiðleikum hellisbúanna. Leiðsagnir eru á hálftíma fresti alla daga og taka um 25 mínútur. Leiðsögumaðurinn er klæddur að hætti Íslendinga í betri fötunum fyrir um  100 árum.  Fyrir eða eftir leiðsögnina er hægt að slaka á í Hellis-kaffihúsinu með heitan kaffibolla og þjóðlegt meðlæti.

Laugarvatnshellar eru umvafðir mikilfenglegri náttúru og aksturinn tekur ekki nema um 60 mínútur frá Reykjavík. Heimsókn þangað bætir nýrri sögulegri vídd við ferð um Gullna hringinn.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Gullna hringnum og nágrenni:

  1. Það eru gildar ástæður fyrir vinsældum Gullna hringsins. Þar eru þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Geysissvæðið/Strokkur og Gullfoss staðir allir þurfa að skoða.
  2. Heimsæktu Skálholt sem var biskupssetur um aldir og kynntu þér safnið í kjallara kirkjunnar og fornleifauppgöftinn á staðnum.
  3. Bleyttu þig! Auk margra sundlauga á svæðinu eru Silfra á Þingvöllum (köfun og snorkl), Fontana Spa og Gamla laugin á Flúðum kjörnir staðir til þess.
  4. Farðu í göngu-eða hjólaferð um Reykjadal ofan við Hveragerði, baðaðu þig í heitri ánni (þar sem það er öruggt), sjóddu egg í hver og smakkaðu á hverarúgbrauði sem er bakað í jörðinni.
  5. Heimsæktu gróðurhús! Þú getur fræðst um vistheimilið Sólheima, tómataræktun í Friðheimum, svepparækt á Flúðum og smakkað á gómsætum réttum úr afurðum þeirra.
  6. Svæðið er ekki aðeins þekkt fyrir jarðhita heldur einnig jarðskjálfta; láttu hristast inni í jarðskjálftaherminum í Hveragerði.
  7. Lærðu allt um íslenska hestinn á sýningum í Friðheimum, í hesthúsheimsókn að Sólvangi og í styttri eða lengri reiðtúrum, t.d. með Eldhestum.
  8. Sagan um 1900 lifnar við í heillandi gömlum húsum á Eyrarbakka og í nýja miðbænum á Selfossi. Á Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka er auðvelt að sjá fyrir sér þorpslífið fyrr á tímum.
  9. Fáðu þér dýrindis íslenskan humar í veitingahúsi við ströndina, t.d. á Stokkseyri eða Eyrarbakka.
  10. Farðu í matarleiðangur um svæðið. Smakkaðu hefðbundið skyr í Skyrlandi á Selfossi eða í Skyrgerðinni í Hveragerði, heimsæktu litla bruggverksmiðju, eþíópískan veitingastað á Flúðum. og kauptu handgert konfekt í Reykholti.

Nánari upplýsingar á www.south.is

Laugarvatnshellar, 840 Laugarvatn
info@thecavepeople.is
www.thecavepeople.is
888 1922
Opnunartímar:

Júní-september kl. 10-18.

Best er að bóka ferðina  á heimasíðunni áður en lagt er af stað.

HreinlætisaðstaðaLeiðsögnVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is