Laufás í Eyjafirði

ArfleifðByggingar

Gamli torfbærinn í Laufási, sunnan við Grenivík, er hluti af húsasafni Þjóðminjasafnsins sem Minjasafnið á Akureyri hefur umsjón með. Búsetu í Laufási má rekja aftur til heiðni en í elsta hluta gamla bæjarins eru viðir frá 16. og 17. öld. Bærinn var endurbyggður 1853-1882. Laufásbærinn er í nú húsmunum og áhöldum líkur því sem tíðkaðist í kringum 1900.

Í gestastofunni í Laufási er boðið upp á léttar veitingar, handverks- og minjagripaverslun með fjölbreytt vöruúrval.


Tíu hugmyndir að afþreyingu í Eyjafirði og nágrenni:

  1. Skoðaðu fjölbreytta og heillandi list á Listasafni Akureyrar, einnig Flugsafn Íslands og Mótorhjólasafn Íslands þar í bæ.
  2. Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna. Þar eru tvær 25 metra laugar, þrjár nýjar rennibrautir og ein þeirra sú lengsta á Íslandi.
  3. Skoðaðu litríkan Lystigarðinn á Akureyri, sem var opnaður árið 2012 og er opinn yfir sumarið.
  4. Prófaðu stand-up paddleboarding, kajak róður eða einhverjar aðrar skemmtilegar vatnsíþróttir niðri við höfn á Akureyri.
  5. Aktu inn í Eyjafjarðarsveit og skoðaðu Jólahúsið, Smámunasafnið, kirkjurnar og fleiri staði.
  6. Farðu í nýju Skógarböðin við Akureyri. Einnig bjórböðin á Árskógssandi og smakkaðu á framleiðslunni, Kalda bjór.
  7. Komdu að vetri til og upplifðu skíðasvæðin á Akureyri, Ólafsfirði, Dalvík og Siglufirði og þyrluskíðaferðir frá Svarfaðardal.
  8. Farðu í hvalaskoðun frá Akureyri eða Ólafsfirði á ferð þinni um fallegan Eyjafjörðinn.
  9. Upplifðu friðæld Hríseyjar í miðjum Eyjafirði, sem er þekkt fyrir ríkulegt fuglalíf og hákarlaveiðisögu.
  10. Heimsæktu fallega fjallabæinn Siglufjörð, Síldarminjasafnið og veitingahús staðarins.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.visitakureyri.is or www.northiceland.is

Aðalstræti 58, 600 Akureyri
minjasafnid@minjasafnid.is
www.minjasafnid.is
462 4162
Opnunartímar:
  • Júní-ágúst. Daglega kl. 11-17.
  • September. Daglega kl. 13-17.
HreinlætisaðstaðaMinjagripasalaVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is