Kirkjubæjarklaustur

ArfleifðBókmenntirMinjarNáttúra

Árið 1186 var stofnað nunnuklaustur af Benediktsreglu í Kirkjubæ á Síðu, þar sem nú heitir Kirkjubæjarklaustur, og var það starfrækt til ársins 1554. Þjóðsaga segir frá óhlýðnum nunnum sem áttu að hafa verið brenndar uppi á Systrastapa. Systravatn og Systrafoss ofan við byggðina heita einnig eftir þessum reglusystrum.

Árið 1995-2006 fóru fram fornleifarannsóknir á rústasvæðinu við hlið gamla kirkjugarðsins á Kirkjubæjarklaustri með það að markmiði að staðsetja hið forna klaustur. Við rústirnar er að finna fræðsluskilti um fornleifarannsóknirnar.

Margmiðlunarsýningin „Sagan í sandinum – Klaustrið á Kirkjubæ” er opin í Skaftárstofu, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs,  sem er í félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Á sýningunni er myndefni, texti og talað mál á íslensku og ensku sem býður gestum að fræðast um Kirkjubæjarklaustur til forna á lifandi og skemmtilegan hátt.


Tíu hugmyndir að afþreyingu í nágrenni Vatnajökuls:

  1. Prófaðu fjallahjólreiðar í grænu og fögru umhverfi Kirkjubæjarklausturs.
  2. Skoðaðu Lakagíga (Laka), magnaða gígaröð sem myndaðist í Skaftáreldum 1783-84, einu mesta eldgosi í heiminum á sögulegum tíma (565 km2 og 12 m3). Um 50 km norður af Kirkjubæjarklaustri.
  3. Finndu spennuna þegar þú ferð í Zipline (línuferð) eða í svifflug í fallhlíf fram af fjalli við Vík með útsýni yfir Reynisdranga.
  4. Skoðaðu svartan sandinn í Reynisfjöru, brimið og stuðlabergsklettana. En farðu varlega, öldurnar geta verið lífshættulegar!
  5. Heimsæktu þjóðgarðinn í Skaftafelli, gakktu að Svartafossi eða bókaðu þig í jöklagöngu með leiðsögn.
  6. Farðu í skipulagða ferð á Vatnajökul, gangandi eða á skíðum, á vélsleða eða ofurjeppa.
  7. Reyndir göngumenn geta farið í skipulagð gönguferð upp á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands.
  8. Farðu í skemmtilega fuglaskoðunarferð á Ingólfshöfða.
  9. Sigldu á milli ísjaka á Jökulsárlóni eða Fjallsárlóni.
  10. Skoðaðu glitrandi „demanta“ – bráðnandi ísjaka – svartri fjörunni neðan við Breiðamerkursand.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.south.is

Klausturvegi 2, 880 Kirkjubæjarklaustur
info@klaustur.is
www.kbkl.is/
487 4620
Opnunartímar:
  • Júní – september: alla daga  kl. 09:30 – 16:30.
  • Október – maí: daglega kl. 9:00-15:30.
GönguleiðirHreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaMinjastaðurSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is