Kirkjubæjarklaustur

ArfleifðBókmenntirMinjarNáttúra

Árið 1186 var stofnað nunnuklaustur af Benediktsreglu í Kirkjubæ á Síðu, þar sem nú heitir Kirkjubæjarklaustur, og var það starfrækt til ársins 1554. Þjóðsaga segir frá óhlýðnum nunnum sem áttu að hafa verið brenndar uppi á Systrastapa. Systravatn og Systrafoss ofan við byggðina heita einnig eftir þessum reglusystrum.

Árið 1995-2006 fóru fram fornleifarannsóknir á rústasvæðinu við hlið gamla kirkjugarðsins á Kirkjubæjarklaustri með það að markmiði að staðsetja hið forna klaustur. Við rústirnar er að finna fræðsluskilti um fornleifarannsóknirnar.

Margmiðlunarsýningin „Sagan í sandinum – Klaustrið á Kirkjubæ” er opin í Skaftárstofu, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við þjóðveg 1 vestan við brúnna yfir Skaftá. Á sýningunni er myndefni, texti og talað mál á íslensku og ensku sem býður gestum að fræðast um Kirkjubæjarklaustur til forna á lifandi og skemmtilegan hátt.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Klaustri og nágrenni:

  1. Prófaðu fjallahjólreiðar í grænu og fögru umhverfi.
  2. Farðu í spennandi fjórhjólaferð að sjávarsíðunni.
  3. Veldu þér eina eða fleiri gönguleiðir um Kirkjubæjarklaustri og nágrenni.
  4. Skoðaðu Fjaðrárgljúfur, stórbrotið og hrikalegt gljúfur, í nokkurra kílómetra fjarlægð frá Krikjubæjarklaustri.
  5. Dverghamrar, formfagrir stuðlabergshamrar á sléttlendi, er ákjósanlegur viðkomustaður rétt austan við Kirkjubæjarklaustur.
  6. Skelltu þér dagsferð og skoðaðu Lakagíga og Eldgjá.
  7. Gervigígarnir í Álftaveri eru áhugverð fyrirbæri og vel þess virði að skoða.
  8. Systrastapi og Eldmessutangi sem stendur vestan við stapann, sögulegir staðir og útsýni frá toppi Systrastapa er einstakt.
  9. Gangtu um Kirkjugólfið, lág stuðlabergsklöpp sem myndar um 80 fermetra slétt gólf.
  10. Við Systrafoss er gott að dvelja eftir góða göngu í skóginum þar sem eitt af hæstu trjám Íslands er staðsett.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.south.is

Klausturvegi 2, 880 Kirkjubæjarklaustur
info@klaustur.is
www.kbkl.is/
487 4620
Opnunartímar:
  • Júní – september: alla daga  kl. 09:30 – 16:30.
  • Október – maí: daglega kl. 9:00-15:30.
GönguleiðirHreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaMinjastaðurSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is