Kakalaskáli
Ferðastu aftur til 13. aldar og sjáðu fyrir þér þegar stríðandi fylkingum Sturlungaaldar laust saman á Haugsnesi í Skagafirði. Í Kakalaskála í Skagafirði lifnar sagan við með hljóðleiðsögn um sögu- og listasýningu frá átakatímum 13. aldar. Sýningin er helguð sögu Þórðar kakala, einum höfðingja Sturlungaættarinnar. Þórður barðist við Brand Kolbeinsson í Haugsnesbardaga árið 1246 og hafði betur. Sýninguna prýða 30 listaverk 14 listamanna frá 10 þjóðlöndum. Listrænn stjórnandi er Jón Adólf Steinólfsson, myndhöggvari.
Sigurður Hansen, eigandi Kakalaskála, býður upp á leiðsögn eftir pöntun um sviðsetningu Haugsnesbardaga, mannskæðasta bardaga Íslandssögunnar, og segir frá tilgátu sinni um aðdraganda og atburðarrás hans. Á svæðinu þar sem orrustan fór fram hefur Sigurður komið upp útilistaverki sem nefnist „Grjótherinn“. Þar er 1320 grjóthnullungum stillt upp, jafnmörgum þeim mönnum sem tóku þátt í bardaganum. Krossmörk eru á 111 steinum, sem tákn um þá sem féllu.
Einnig er gaman að skoða handverk og ýmislegt gamalt og nýtt í Vinnustofu Maríu sem er samtengd Kakalaskála.
Kakalaskáli er aðeins í 5 mínútna akstursfjarlægð frá hringveginum.
Tíu hugmyndir að afþreyingu í Skagafirði:
- Farðu í bátsferð með leiðsögn út í Drangey þar sem heimamenn létu fé ganga úti, veiddu fugla og týndu egg þeirra. Þar dvaldi útlaginn Grettir Ásmundarson á flótta undan yfirvöldum og var að lokum veginn þar.
- Baðaðu þig í endurgerðri Grettislaug á Reykjaströnd, þar sem Grettir sterki hitaði sig upp sig eftir erfitt sund frá Drangey og í land (um 7 km).
- Taktu þátt í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld (árið 1238) á sýndarveruleikasýningunni 1238: Baráttan um Ísland á Sauðárkróki.
- Til að halda áfram ferðinni gegnum söguna skaltu heimsækja hinn vel varðveitta torfbæ í Glaumbæ Þar lærir þú um byggingarlist þess tíma og daglegt líf fólks á öldum áður. Þar er einnig stytta af Guðríði Þorbjarnardóttur, víðförulustu konu víkingaaldar, og syni hennar Snorra Þorfinnssyni sem er sagður vera fyrsti Evrópubúinn sem fæddist í Vesturheimi.
- Farðu í skemmtilega fljótasiglingu (rafting) í Austari-og Vestari-Jökulsá.
- Á meðal þú ert staddur í vöggu hestamennsku á Íslandi (Skagafirði) er við hæfði að fara í hestaferð. Ef þú ert á ferðinni að hausti skaltu ekki missa af stóðréttunum í Laufskálarétt, sem eru sannkölluð sveitahátíð.
- Kynntu þér sögu- og minjastaðinn Hóla í Hjaltadal, fallegu dómkirkjuna þar og sögusetur íslenska hestsins sem er opið á sumrin. Að Hólum er háskóli sem m.a. kennir ferðaþjónustu, hestafræði og fiskeldi.
- Á Vesturfarasetrinu á Hofsósi fræðist þú um orlög Íslendinga sem fluttust til Vesturheims undir lok 19. aldar og í byrjun 20. aldar.
- Syntu og slakaðu á í sundlauginni á Hofsósi þar sem er frábært útsýni til Drangeyjar og víðar.
- Heimsæktu Víðimýrarkirkju, nærri Varmahlíð. Hún var byggð árið 1834 og er ein fallegasta og best varðveitta torfkirkja á Íslandi.
Nánari upplýsingar á www.visitskagafjordur.is