Ísafjörður Guide
Ísafjarðarganga – ferð í gegnum tímann
Á Ísafirði, höfuðstað Vestfjarða, er vel varðveittur miðbær með húsum frá 19. öld sem endurspegla m.a. útgerðar- og verslunarsögu staðarins og fólksins sem þar bjó.
Leiðsögukonan sem er klædd eins og fiskverkakona á 19. öld hittir ykkur við upplýsingamiðstöð ferðamanna í bænum. Hún leiðir ykkur í gegnum gamla bæinn og síðan upp í hlíðina fyrir ofan bæinn þar sem er heillandi útsýni yfir fjörðinn. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar og segir sögur og sagnir úr fortíð og nútíð, svo sem fólkinu sem þar bjó en einnig af álfum, tröllum og draugum. Þú færð auk þess góða kynningu á jarðfræði og gróðurfari Vestfjarða og virkni snjóflóðavarna. Á leiðinni deilir leiðsögukonan nestisboxi sínu með þáttakendum. Gangan endar við Ísafjarðarkirkju.
Lengd ferðarinnar er um 2 klst. Stærð hópa: 2-12 þátttalendur. Í lok ferðarinnar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um eina klukkustund til að fræðast um eftirfarandi:
- Jarðsaga og jarðfræði
- Gróður Vestfjarða eða haustlitir
- Náttúruganga
- Komdu að smakka
Einnig hægt að panta þessar ferðir eingöngu og er þá lengd þeirra 3-5 klst.
Persónuleg leiðsögn og aðrar sérferðir samkvæmt beiðni.
Tíu hugmyndir að afþreyingu á Ísafirði og á norðanverðum Vestfjörðum:
- Skoðaðu Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði og lærðu meira um sögu svæðisins.
- Skoðaðu útsýnið af nýjum útsýnispalli á Bolafjalli, ef þú þorir!
- Skrafaðu við vermann frá fornri tíð í Sjóminjasafninu í Ósvör.
- Kynntu þér fyrsta landnema Íslands í Melrakkasetrinu í Súðavík.
- Farðu í sjóstangveiði og veiddu í soðið.
- Sigldu til Hornstranda eða út í eyjuna Vigur á Ísafjarðardjúpi.
- Skoðaðu Gömlu smiðjuna á Þingeyri frá 1913 þar sem allar vélar virka enn.
- Skoðaðu listigarðinn Skrúð í Dýrafirði, sem aðrir skrúðgarðar á Íslandi draga nafn sitt af.
- Leggðu upp í kajak-leiðangur framhjá söguslóðum, selum og fuglum.
- Gakktu upp með Dynjanda, frægasta fossi Vestfjarða.
Nánari upplýsingar á www.westfjords.is