Bændaferðir/Hey Ísland

Ferðir

Bændaferðir/Hey Ísland byggir á yfir 35 ára reynslu og þekkingu á ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælu umhverfi sveitarinnar.

Ferðaþjónusta bænda hf  var stofnuð af íslenskum ferðaþjónustubændum í júlí 1991 en ferðaskrifstofan er enn í meirihluta eigu bænda. Forsaga fyrirtækisins nær þó allt aftur til ársins 1965 þegar erlendum ferðamönnum var fyrst boðið að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi.

Í dag eru sölusvið ferðaskrifstofunnar tvö; Bændaferðir sem bjóða upp á innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri fararstjórn um allan heim og Hey Ísland  (Hey Iceland) sem sérhæfir sig í ferðalögum á landsbyggðinni og býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá um 160 gististöðum af ýmsu tagi um land allt og afþreyingu við allra hæfi.

Síðumúli 2, 108 Reykjavík
info@heyiceland.is
www.heyiceland.is
570 2700
Opnunartímar:
Opið allt árið.

Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 9 – 14.

GistingLeiðsögnUpplýsingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is