Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

AtvinnulífIðnaðurList

Íslensk ull, útsaumur og þjóðbúningar

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi geymir hina gleymdu iðju frá fortíð til nútíðar. Safnið veitir innsýn í tóvinnu kvenna og karla sem fram fór á heimilum og var stór þáttur í daglegu lífi. Þessi tóvinna var útflutningsiðnaður um aldir – „stóriðja þess tíma“ – þar sem íslenskri ull var breytt í verslunarvöru. Hvert heimili var sjálfbjarga og nýtti ullina til fullnustu.

Atvinnusaga Íslands og heimilisiðnaður

Í safninu má greina hluta af atvinnusögu Íslands og sjá hvernig sjálfþurftarbúskapur og heimilisiðja mæta nútíma viðskiptabúskap á
seinni hluta nítjándu aldar og fram á tuttugustu öld.

Sýning á útsaumi og handverki

Þessi sýning Heimilisiðnaðarsafnsins er sérstaklega hönnuð til að skapa upplifun og hughrif. Til sýnis er fallegur nærklæðnaður kvenna frá fyrri tíð ásamt listilegum útsaumi, hekli og orkeringu. Til að skapa fjölbreytni eru munirnir endurnýttir og skiptir safnið út sýningargripum á milli ára.

Íslenskir þjóðbúningar – skautbúningar, upphlutir og peysuföt

Safnið hefur að geyma úrval íslenskra þjóðbúninga – þar á meðal skautbúninga, upphluti og peysuföt. Sumir búninganna eru frá seinni hluta 19. aldar og upphafi 20. aldar og sýna þróun í klæðnaði þjóðarinnar.

Ullarsýning – íslensk ull og jurtalitir

Gestir geta þreifað á íslenskri ull og fundið mismuninn á togi og þeli. Á sýningunni má sjá handgerð sjöl, prjónuð og hekluð úr togi eða þeli. Sum verk eru jurtalituð en önnur sýna náttúrulega liti ullarinnar. Útprjónaðir vettlingar, sokkar og margt fleira prýða sýninguna.

Halldórustofa – minning um Halldóru Bjarnadóttur

Halldórustofa er sérstök deild innan Heimilisiðnaðarsafnsins, staðsett í efri hluta gamla safnhússins. Hún er kennd við Halldóru Bjarnadóttur (1873–1981) 🔗, þjóðkunna konu sem var heimilisráðunautur Búnaðarfélags Íslands. Halldóra gaf út ársritið Hlín í 44 ár og stofnaði Tóvinnuskólann á Svalbarði í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún var brautryðjandi í menntun og menningu kvenna og eflingu heimilisiðnaðar á tuttugustu öld.

Ásbraut 29, 540 Blönduós
textile@textile.is
452 4067
Opnunartímar:

Opið 1. júní – 31. ágúst  10-17

HreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is