Byggðasafn Hafnarfjarðar

ArfleifðByggingarIðnaður

Í Byggðasafni Hafnarfjarðar er að finna 7 sýningar. Í Pakkhúsinu, Sívertsens húsinu, Bookless Bungalow, Siggubæ, Beggubúð, Gúttó og á Strandstígnum.

Á sýningunni „Þannig var…” í Pakkhúsinu er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagnfræðilegra texta, ljósmynda og fjölda muna sem glæða söguna lífi. Á efstu hæð hússins er skemmtileg leikfangasýning sérstaklega ætluð börnum. Í forsal Pakkhússins varpa þema- og farandsýningar ljósi á ákveðin tímabil eða atburði.

Siggubær frá árinu 1902 veitir innsýn í líf alþýðufólks á fyrri hluta 20. aldar. Sívertsens-húsið, sem athafnamaðurinn Bjarni Sívertsen byggði á árunum 1803-1805, sýnir hins vegar hvernig yfirstéttarfjölskylda bjó í upphafi 19. aldar. Í Bungalowinu bjuggu skosku bræðurnir Harry og Douglas Bookless snemma á 20. öld, en þeir ráku umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði. Safninu tilheyrir einnig Beggubúð sem hýsir verslunarminjasafn og ljósmyndasafn sem er staðsett á strandstígnum meðfram höfninni. Góðtemplarahúsið eða Gúttó, var byggt árið 1886 og þótti stórt, rúmaði um 300 manns en þá bjuggu rúmlega 400 manns í Hafnarfirði. Í húsinu er að finna sýninguna „Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár“. Á Strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmyndasýningar er varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði.


Tíu hugmyndir að afþeyingu í Hafnarfirði og nágrenni:

  1. Kynntu þér bústaði álfanna og „huliðsheima“ Hafnarfjarðar, sem eru m.a. í skrúðgarðinum Hellisgerði og víðar í hraunmyndunum bæjarins.
  2. Farðu aftur til víkingatímans og taktu þátt í veislu í Fjörukránni. Taktu þátt í árlegri Víkingahátíð Hafnarfjarðar um miðjan júní.
  3. Heimsæktu vinsæl kaffihús, bakarí og veitingastaði bæjarins, eins og Pallett, Brikk og Von Mathús.
  4. Í heimsókn þinni í Hafnarfjörð skaltu njóta útsýnisins af Hamrinum eða Ásfjalli og ganga umhverfis Ástjörn eða Hvaleyrarvatn.
  5. Heimsæktu Hafnarborg, menningar- og listarmiðstöð Hafnarfjarðar. Skoðaðu þar sýningar eða hlustaðu á tónleika.
  6. Farðu í útreiðartúr með Íshestum í töfrandi náttúru nærri Kaldárseli og Helgafelli.
  7. Ef þú ert í Hafnarfirði í desember þá máttu ekki missa af heimsókn í Jólaþorpið á Thorsplani.
  8. Farðu út á Áftanes og skoðaðu kirkjuna á Bessastöðum, herminjar o.fl.
  9. Hjólaðu meðfram sjávarsíðu höfuðborgarsvæðisins, alla leið frá Hafnarfirði að Gróttuvita á Seltjarnarnesi.
  10. Skoðaðu tungllandslagið við Kleifarvatn  og hverasvæðið við Seltún í Krýsuvík. Stutt er þaðan að Krýsuvíkurbjargi,  þar sem er mikið fuglalíf.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.visithafnarfjordur.is  

Vesturgata 6, 220 Hafnarfjörður
museum@hafnarfjordur.is
www.byggdasafnid.is
585 578
Opnunartímar:
  • Júní-ágúst kl. 11-17.
  • September-maí. Um helgar kl. 11-17.
  • Gúttó, Bungalow og Siggubær eru opin eftir samkomulagi.
  • Hægt er að bóka heimsóknir fyrir hópa allt árið.

Ókeypis aðgangur er á allar sýningarnar.

GönguleiðirHreinlætisaðstaðaSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is