Eiríksstaðir
Eiríksstaðir í Haukadal Dölum er lifandi safn þar sem þú upplifir víkingatímann á persónulegan hátt.
Yljaðu þér við langeldinn í tilgátuhúsinu og hlýddu á sagnameistara í víkingaklæðnaði segja frá ábúendunum. Staðinn má nefna „vöggu landafundanna“ því þar hér reisti Eiríki rauði sér bú og stofnaði fjölskyldu með Þjóðhildi konu sinni. Eiríkur settist síðar fyrstur norrænna manna að á Grænlandi og Leifur heppni, sonur hans og Þjóðhildar, kannaði Norður-Ameríku fyrstur Evrópubúa um árið 1000.
Fornleifarannsóknir leiddu í ljós víkingaskála frá 10. öld á þessum stað og staðfestu búsetu Eiríks og fjölskyldu hans í dalnum. Áhugavert er að skoða fornar rústir Eiríksstaða. Endurgerð skálans sýnir hefðbundinn bæ frá þessum tíma þar sem hægt er að upplifa víkingatímann á persónulegan hátt. Þar er einnig hægt að skoðað handverk, vopn og ýmsa muni frá liðnum öldum.
Á Eiríksstöðum er lagt upp úr því að sannreyna tilgátur um 10. öldina, svokallaða tilrauna-fornleifafræði, má þar nefna járngerð og litun ullar, en hvort tveggja.
Góð fræðsluskilti um siglingaleiðir og landafundi Eiríks rauða og Leifs heppna eru við bílastæðið á nokkrum tungumálum.
Tíu hugmyndir að afþreyingu í Dölum og nágrenni:
- Heimsæktu Vínlandssetið í Búðardal til að fræðast um landafundi Leifs heppna í Ameríku (Vínlandi).
- Leggstu í bleyti í Guðrúnarlaug í friðsælu umhverfi Lauga í Sælingsdal.
- Þegar þú ferð um „Gullna söguhringinn“ í Dölunum geturðu skoðað staðina þar sem landnámsmennirnir Auður djúpúðga og Geirmundur heljarskinn bjuggu. Einnig sagnaritarinn Sturla Þórðarson og fleiri sögupersónur landnáms- og sögualdar.
- Ef þú hefur enn áhuga á söguhetjum Íslendingasagna skaltu heimsækja Landnámssetrið í Borgarnesi og kynna þér vel skáldið og víkinginn Egil Skallagrímsson.
- Friðsæl sveitaumgjörð Dalanna er tilvalin fyrir lengri og styttri gönguferðir.
- Smakkaðu vörur „beint frá býli“ á Rjómabúinu að Erpsstöðum í Dölum; osta, skyr, ís og aðrar mjólkurafurðir.
- Fáðu þér veiðileyfi til að veiða silung í Haukadalsvatni.
- Fáðu lifandi leiðsögn um húsdýragarðinn að Hólum í Hvammssveit í Dölum, þar sem mörg skemmtileg dýr er að finna.
- Líttu við í Ólafsdal í Gilsfirð, sögustað þar sem fyrsti búnaðarskóli á Íslandi var stofnaður árið 1880 og þar sem landnámsskáli fannst árið 2017.
- Ef þú ert á leið norður skaltu heimsækja Þaraböðin á Reykhólum.
Nánari upplýsingar á www.visitdalir.is og www.west.is