Árbæjarsafn – útisafn í Reykjavík

ArfleifðByggingarIðnaðurMaturRústirViðburðir

Árbæjarsafn — útisafn um daglegt líf og byggingalist í Reykjavík

Árbæjarsafn er útisafn í Reykjavík með um 20 gömlum húsum og torfbænum Árbæ, uppbyggðu sem torg, þorp og sveit. Gestir geta gengið um húsin og kynnst byggingalist, lifnaðarháttum og daglegu lífi Reykvíkinga í gamla daga. Í húsunum má skoða fjölbreyttar sögusýningar og á safnsvæðinu eru haldnir reglulegir viðburðir sem varpa ljósi á skóla, leik, handverk og atvinnuhætti fyrri tíma. Á svæðinu er leikvöllur, fótboltavöllur og ýmiskonar leiktæki fyrir börnin.

Hápunktar:

  • Sýningar: Neyzlan — Reykjavík á 20. öld, Vaxtaverkir, Fornar rætur Árbæjar og Komdu að leika
  • Sumarið: Lifandi safn, starfsfólk í búning, opin fornleifarannsókn, húsdýr í haga og möguleiki að fá sé kaffi og með því í Dillonshúsi.
  • Viðburðir: Fjölbreyttir viðburðir árið um kring fyrir börn og fjölskyldur þeirra
  • Fyrirlestrar og leiðsagnir: Fyrirlestrar og leiðsagnir um sögu, þjóðtrú, húsvernd og byggingalist eru í boði á völdum tímum.
  • Safnfræðsla fyrir skólahópa: Safnið býður fjölbreytta fræðslu eftir skólastigi.

Hvar fæ ég nánari upplýsingar og hvar get ég bókað?

Skoðaðu síðu Árbæjarsafns til að staðfesta opnunartíma og sjá verð. Ekki er þörf á að bóka miða fyrirfram, hvorki á safnið né í leiðsögn. Hins vegar þarf að bóka fyrir hópa.
Nánari upplýsingar um opnunartíma, hópabókanir og verð má finna hér á vef safnsins.

Myndmerki Árbæjarsafns á grænum fleti
Kistuhylur, 110 Reykjavík
arbaejarsafn@reykjavik.is
https://borgarsogusafn.is/arbaejarsafn
411 6320
Opnunartímar:
  1. Júní – ágúst, kl. 10-17.
  2. September – maí kl. 13-17.

Leiðsögn alla daga kl. 13.

HreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaMinjastaðurSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is