Árbæjarsafn
Árbæjarsafn er útisafn um 20 húsa frá mismunandi tímum auk gamla torfbæjarins Árbæjar sem mynda torg, þorp og sveit. Hægt er að ganga um húsin og fá innsýn í byggingalist og lifnaðarhætti í Reykjavík. Margar skemmilegar sýningar eru í Árbæjarsafni, svo sem leikfangasýning, sýning um forleifauppgröft á staðnum, um sögu ljósmyndunar o.fl.
Á sumrin má sjá húsdýr og upplifa mannlíf og vinnubrögð fyrri tíma, þar sem starfsfólk er í búningum.
Þá er einnig boðið upp á allskonar skemmtilega viðburði. Góð safnbúð er í miðasölunni og á sumrin er boðið upp á veitingar í Dillonshúsi (s. 772 6376).
Tíu hugmyndir að afþreyingu í Reykjavík og nágrenni:
- Farðu í bátsferð frá Reykjavíkurhöfn; skoðaðu hvali, lunda eða norðurljós, farðu í sjóstangveiði eða út í Viðey.
- Skoðaðu líflegt hafnarsvæðið úti á Granda með heillandi söfnum, listagalleríum, sérverslunum, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, ísbúðum og súkkulaðiverksmiðju.
- Það er alveg sérstök upplifun að skoða Whales of Iceland (hvalasýninguna) og síðan FlyOver Iceland (Ísland úr lofti) úti á Granda, þar sem þú upplifir helstu náttúrundur Íslands í mögnuðu sýndarflugi.
- Farðu í gönguferð um Reykjavík og skoðaðu sögulegar byggingar, menningarminjar, útilistaver helstu kennileitir, svo sem Hallgrímskirkju, Hörpu og Ráðhús Reykjavíkur.
- Gakktu um skógivaxna Öskjuhlíðina áður en þú ferð og skoðar fjölbreyttar sýningar í Perlunni um náttúru Ísland, íshelli, sérstaka norðurljósasýningu og fleira.
- Farðu í hjólaferð til að uppgötva fallega náttúru um allt höfuðborgarsvæðið, þar á meðal við ströndina og Gróttuvita, gróskumikinn Fossvogsdal og Elliðaárdal.
- Vertu menningarlegur! Heimsæktu Þjóðminjasafn Íslands, Sögusafnið, Landnámssýninguna í Aðalstræti, Listasafn Íslands, sýningar Listasafns Reykjavíkur, einkasýningar og gallerí í höfuðborginni.
- Farðu í sund! Prófaðu einhverja af sundlaugunum í höfuðborginni, sökktu þér í heitu pottana og þjóttu niður rennibrautirnar. Ef þú hefur hugrekki til skaltu prófa sjósund á Nauthólsvík! Nýjasti baðstaðurinn er svo hið glæsilega Sky Lagoon í Kópavogi.
- Farðu í gönguferð! Allt í kringum höfuðborgina eru fjöll fyrir við allra hæfi, allt frá auðveldu Úlfarsfelli, Mosfelli og Helgafelli til krefjandi tinda á Esju og Vífilsfelli.
- Ef þú kemur að vetri skaltu heimsækja skíðasvæðin í Bláfjöll og Skálafelli, um 30 mínútna akstur fyrir utan Reykjavík, með frábærum brekkum og aðstöðu fyrir snjóbretti, alpa- og gönguskíði.
Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.visitreykjavik.is