Víkingaheimar
Hinir einstaklega fallegu Víkingaheimar hýsa víkingaskipið Íslending, sem smíðað var af hagleikssmiðnum Gunnari Marel Eggertssyni frá Vestmannaeyjum. Gunnar sigldi skipinu árið 2000 frá Íslandi til Grænlands, Nýfundnalands og New York, ásamt átta manna áhöfn. Tilefnið var að minnast ferðar Leifs Eiríkssonar til Ameríku þúsund árum fyrr. Víkingaskipið Íslendingur er nákvæm eftirgerð af Gauksstaðaskipinu sem fannst við uppgöft í Vestfold Noregi árið 1880. Einnig eru í Víkingaheimum þrjár spennandi sýningar:
- Víkingar Norður-Atlantshafsins: Sýning um siglingar og landnám norrænna manna og þátt þeirra í landafundum Norður-Ameríku.
- Landnám á Íslandi: Merkar fornleifar af Suðurnesjum. Minjar um elstu byggð á Reykjanesi.
- Örlög guðanna: Sýning um norræna goðafræði og goðsögur.
Tíu hugmyndir af afþreyingu á Reykjanesi:
- Á Reykjanesi eru fjölmargar fallegar gönguleiðir. Ef þú kýst gott útsýni er upplagð að ganga á fjallið Keili eða á Þorbjörn rétt við Grindavík.
- Skoðaðu heillandi bátasafn Gríms (módel), listsýningar og sýningar um sjósókn o.fl. í Duus Safnahúsi við smábátahöfnina í Keflavík. Þar við býr einnig barngóða skessan í helli sínum.
- Rokkið lifir í Reykjanesbæ! Skoðaðu Rokksafn Íslands í Hljómahöll, safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi.
- Skelltu þér í eina af sundlaugum eða baðstöðum svæðisins. Vatnaveröld í Keflavík er tilvalin fyrir fjölskyldur og ekki má gleyma hinu heimsfræga Bláa Lóni.
- Ef þú ert á ferðinni myrkri skaltu fylgjast vel með norðurljósaspánni. Í heiðskíru veðri er hrífandi útsýni við Garðskagavita. Brimið þar getur einnig verið stórfenglegt þegar vindur blæs.
- Gakktu yfir brúna milli heimsálfa; hvergi er auðveldara að fara á milli Evrópu og Norður-Ameríku!
- Skoðaðu aðra staði í Reykjanes jarðvangi, svo sem hið nýja Fagradalshraun í Geldingadölum, fallega hraunhella í eldri hraunum, Gunnuhver eða Brimketil.
- Dáðstu að litríku jarðhitasvæðinu í Seltúni við Krýsuvík og sjáðu gufurnar frá hverunum stíga upp með tilheyrandi brennisteinslykt.
- Skoðaðu tignarlegan Reykjanesvita, en þar skammt frá var fyrsti viti á Íslandi reistur 1908. Þar er stytta af síðasta Geirfuglinum, með útsýni til Eldeyjar, þar sem síðasti fuglinn var drepinn 1844.
- Það eru einnig blómlegar fuglabyggðir á Reykjanesi. Krýsuvíkurbjarg er stærsta fuglabjarg nessins með um 60.000 varpfugla á sumrin
Nánari upplýsingar á www.reykjanes.is