Duus Safnahús
Duus Safnahús samanstanda af röð bygginga sem endurspegla ríka sögu og menningu svæðisins. Elsta húsið, Bryggjuhúsið, var reist af Duus verslun árið 1877, en yngsta húsið er frá árinu 1954.
Þessi gömlu verslunar- og fiskvinnsluhús hafa verið endurnýjuð og hýsa nú sýningarsali Byggðasafns Reykjanesbæjar, Listasafns Reykjanesbæjar og gestastofu Reykjaness UNESCO jarðvangs. Þau eru lifandi menningarmiðstöð þar sem fjölbreytt menningar- og sýningarstarf fer fram. Þar má á einum stað upplifa einstaka blöndu, sögu, myndlistar og náttúru.
Andaðu að þér fersku sjávarlofti utan við safnið, hlustaðu á öldugjálfrið og sjáðu fyrir þér sjómenn fortíðar róa til fiskjar. Kíktu á Skessuna í hellinum neðan við safnið og hjá smábátahöfninni. Þaðan liggja góðir göngustígar meðfram ströndinni.
Safnbúð er húsunum.
Tíu hugmyndir af afþreyingu á Reykjanesi:
- Á Reykjanesi eru fjölmargar fallegar gönguleiðir. Ef þú kýst gott útsýni er upplagð að ganga á fjallið Keili eða á Þorbjörn rétt við Grindavík.
- Víkingaheimar eru í fallega hannaðri byggingu í Reykjanesbæ. Miðpunktur þess er víkingaskipið Íslendingur sem sigldi frá Íslandi til New York árið 2000. Það er eftirlíking af Gaukstaðaskipinu sem fannst í Noregi árið 1880.
- Gakktu yfir brúna milli heimsálfa; hvergi er auðveldara að fara á milli Evrópu og Norður-Ameríku!
- Skoðaðu aðra staði í Reykjanes jarðvangi, svo sem hið nýja Fagradalshraun í Geldingadölum, fallega hraunhella í eldri hraunum, Gunnuhver eða Brimketil.
- Dáðstu að litríku jarðhitasvæðinu í Seltúni við Krýsuvík og sjáðu gufurnar frá hverunum stíga upp með tilheyrandi brennisteinslykt.
- Rokkið lifir í Reykjanesbæ! Skoðaðu Rokksafn Íslands í Hljómahöll, safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi.
- Skoðaðu tignarlegan Reykjanesvita, en þar skammt frá var fyrsti viti á Íslandi reistur 1908. Þar er stytta af síðasta Geirfuglinum, með útsýni til Eldeyjar, þar sem síðasti fuglinn var drepinn 1844.
- Það eru einnig blómlegar fuglabyggðir á Reykjanesi. Krýsuvíkurbjarg er stærsta fuglabjarg nessins með um 60.000 varpfugla á sumrin.
- Ef þú ert á ferðinni myrkri skaltu fylgjast vel með norðurljósaspánni. Í heiðskíru veðri er hrífandi útsýni við Garðskagavita. Brimið þar getur einnig verið stórfenglegt þegar vindur blæs.
- Skelltu þér í eina af sundlaugum eða baðstöðum svæðisins. Vatnaveröld í Keflavík er tilvalin fyrir fjölskyldur og ekki má gleyma hinu heimsfræga Bláa Lóni.
Nánari upplýsingar á www.reykjanes.is