Samtök um söguferðaþjónustu (SSF)
Inngangur
SSF — Samtök um Söguferðaþjónustu voru stofnuð árið 2006 af 18 aðilum með það að markmiði að efla söguferðaþjónustu á Íslandi og vera samráðsvettvangur fyrir þá sem stunda slíka starfsemi. Starfsemi samtakanna miðar að því að kynna starfsemi félaga okkar, auðvelda samstarf þeirra á milli og gera sögulegar upplifanir aðgengilegar ferðamönnum og heimamönnum.
Félagar og dreifing
Félagar SSF eru nú um 89 talsins um allt land og ná yfir opinber söfn, sögusetur, menningarstofnanir, einkaaðila og leiðsögumenn.
Finndu félaga
Á sagatrail.is/listings/ finnur þú lista yfir alla meðlimi.
Þjónusta sem meðlimir bjóða
Meðlimir SSF bjóða fjölbreytta þjónustu tengda sögu Íslands og menningararfi.
Dæmi um þjónustu:
- Leiðsagnir um söguslóðir og sögulega staði
- Sýningar, menningarviðburðir og hátíðir
- Fræðsla um handrit, miðaldabókmenntir og nútíma bókmenntir
- Sérsniðnar ferðir og leiðsagnir fyrir hópa og einstaklinga
Bókunarferlar
Sagatrail.is er upplýsingavefur um sögutengdaþjónustu. Bókun á þjónustu fer fram beint hjá hverjum aðila fyrir sig
Starfsemi og fagþróun
Samtökin styðja faglega þróun í greininni með fræðslufundum, sameiginlegum markaðsátökum og samstarfi um verklagsreglur til að tryggja gæði og áreiðanleika í söguferðaþjónustu.
Hafa samband / Gerast meðlimur
Viltu gerast félagi í Samtökum um Söguferðaþjónustu eða fá frekari upplýsingar? Sendu okkur tölvupóst: info@sagatrail.is
Algengar spurningar
Hvað er Söguferðaþjónusta?
Söguferðaþjónusta er ferðaþjónusta sem leggur áherslu á miðlun íslenskrar sögu og menningararfs til ferðamanna og heimamanna.
Hvernig bóka ég?
Skoðaðu listann yfir félaga og smelltu á vefsíðu viðkomandi til að bóka. Sumir taka við pöntunum í gegnum netbókun, aðrir í tölvupósti.
Er boðið upp á leiðsögn á íslensku eða erlendu máli?
Víða er boðið upp á leiðsögn á íslensku eða ensku. Nánari upplýsingar um það má finna á vef hvers og eins félaga okkar.
