Vatnsdalur og Þingeyrakirkja

ArfleifðBókmenntirByggingarMinjarVíkingar

Vatnsdalur er 25 km langur dalur. Þar nam Ingimundur gamli Þorsteinson land samkvæmt því sem segir í Landnámu, og bjó að Hofi.  Vatnsdalsvegur er 40 km langur og liggur um dalinn, beggja vegna Vatnsdalsár sem er með betri laxveiðiám á Íslandi. Vatnsdalurinn er einnig þekktur fyrir nær óteljandi Vatnsdalshóla.

Vatnsdæla saga er ættarsaga Hofverja í Vatnsdal en þeir fóru með Vatnsdælingagoðorð. Sagan hefst um það leyti er Ingimundur gamli kom út til Íslands um 900 en líkur með dauða Þorkels kröflu á fyrri hluta 11. aldar. Sagan er talin rituð um 1270 og líklega á Þingeyrum eins og fleiri merk handrit. Sögusviðið er Vatnsdalurinn og næsta nágrenni og  margir bæir, bændur og einstaklingar  eru nefndir í sögunni. Á mörgum stöðum hafa fundist minjar frá sögutímanum.

Myndskreytt sögukort Vatnsdæla sögu er víða til sölu á Norðurlandi vestra og m.a. í gestastofunni við Þingeyrarkirkju.

Þingeyrakirkja, fyrsta steinkirkja á Íslandi,  var byggð á árunum 1864-1877 að undirlagi Ásgeirs Einarssonar bónda og alþingismanns á Þingeyrum.   Kirkjuhvelfingin er bogadregin, blámáluð með gylltum stjörnum sem sagðar eru 1000 að tölu. Margir fornir og merkir gripir eru í kirkjunni og einnig eru ýmsir gripir úr henni á Þjóðminjasafninu. Kirkjan er nú friðuð vegna aldurs og er óhætt að telja hana með glæsilegustu byggingum í héraðinu og dregur hún til sín fjölda ferðamanna á ári hverju.

Klaustrið á Þingeyrum var menningarmiðstöð í yfir fjórar aldir, en venja er að miða stofnun þess við árið 1133 þegar fyrsti ábótinn var vígður til klaustursins.  Bókmenntastarf þeirra Þingeyramunka hefur fljótlega borið hróður þeirra víða. Það hafði því skapast mikil bókmenntahefð á Þingeyrum er Vatnsdæla saga var sett á bókfell líklega um 1270 og er ekki ólíklegt að sagan hafi orðið til í klaustrinu.  Gæti það átt við um fleiri Íslendingasögur, ekki síst þær sem gerast í Húnaþingi eins og Hallfreðarsaga vandræðaskálds, Bandamannasaga, Heiðarvígasaga og Kormákssaga.

Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi
hunabyggd@hunabyggd.is
www.hunabyggd.is
455 4700
Opnunartímar:

Gestamiðstöðin við Þingeyrarkirkju er opin 1. júní-31. ágúst. Lokað á mánudögum,

Vegurinn um Vatnsdal er alltaf opinn (hringleið).

GistingGönguleiðirHljóðleiðsögnHreinlætisaðstaðaMinjastaðurSöguslóð
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is