Þrístapar – síðasta aftakan
Þrístapar eru þrír hólar í vestanverðum Vatnsdalshólum skammt norðan við hringveginn. Þar fór fram síðasta opinbera aftakan á Íslandi 12. janúar 1830 þegar Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin fyrir morðin á Natani Ketilssynini og Pétri Jónssyni á Illugastöðum 1828. Böðullinn, Guðmundur Ketilsson, var bróðir Natans. Öxin og höggstokkurinn eru varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands en afsteypa af öxinni er til sýnis á Þrístöpum.
Sögu Agnesar hefur verið gerð góð skil í sögulegu skáldsögunni Náðarstund eftir Hannah Kent sem kom út á íslensku 2014. Aðrar bækur sem helgaðar eru þessum atburðum eru Yfirvaldið eftir Þorgeir Þorgeirsson. Enginn má undan líta eftir Guðlaug Guðmundsson og Saga Natans Ketilssonar og Skáld Rósu eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi.
Á Þrístöpum er sögu Agnesar og Friðriks gerð góð skil og vel þess virði að staldra þar við og fræðast.
Sumarið 2024 verður sett upp hljóðleiðsögn um svæðið.