EDDA – handritasýning

ArfleifðBókmenntirByggingarViðburðir

Árnastofnun, eða Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er rannsóknarstofnun með sjálfstæðan fjárhag og heyrir undir menningar- og viðskiptaráðherra. Hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði íslenskrar tungu og bókmennta, miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem stofnuninni eru falin eða hún á.

Stofnunin er nýflutt í Eddu sem er ný falleg sporöskjulaga bygging við Arngrímsgötu 5. Byggingin hýsir starfsemi Árnastofnunar og hluta Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands og er alþjóðleg miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum.

Þar eru varðveitt margvísleg frumgögn um íslenska menningu: ríflega helmingur handritasafns Árna Magnússonar sem skráð hefur verið á lista UNESCO yfir minni heimsins, skjöl og fornbréf, bréf og skrár um örnefni, seðla- og orðfræðisöfn og hljóðritað þjóðfræðiefni.

Ný sýning verður opnuð í Eddu á  Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember 2024. Þá gefst fólki kostur á að sjá íslensku miðaldahandritin sem geyma dýrmætan menningararf. Þar eru fornar sögur og fræg kvæði en einnig ýmsir aðrir textar sem spegla hugmyndir fyrri kynslóða um líf sitt og samfélag. Í sýningunni er kappkostað að opna þennan fjölbreytta heim handritanna fyrir gestum.

Viðburðir verða haldnir reglulega í tengslum við sýninguna, ekki síst þegar handritum er skipt út fyrir önnur. Það þarf að gera með vissu millibili því þau eru viðkvæm, einkum fyrir ljósi.

Arngrímsgötu 5, 107 Reykjavík
arnastofnun@arnastofnun.is
www.arnastofnun.is
525 4010
Opnunartímar:

Opnunartímar handritasýningarinnar: Þriðjudaga til sunnudaga 10-17. Lokað á mánudögum.

Áformað er að nýja handritasýningin  í EDDU opni þann 16. nóvember 2024.

HreinlætisaðstaðaSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is