Snartarstaðir við Kópasker
Snartarstaðir eru aðeins 2 km frá Kópaskeri og hýsa Byggðasafn Norður-Þingeyinga. Þar er safn einstakra hannyrða og handverks af svæðinu auk ýmissa merkilegra muna úr atvinnustarfsemi íbúanna og af heimilum þeirra. Þar er einnig að finna 9000 binda bókasafn hjónanna Helga Kristjánssonar og Andreu Jónsdóttur sem kennd eru við Leirhöfn.
Tíu hugmyndir að afþreyingu á Norðurlandi eystra:
- Láttu heillast af Dettifossi, aflmesta fossi Evrópu, Goðafossi í Aðaldal og Aldeyjarfossi í Bárðardal.
- Heimsæktu náttúruperluna Mývatnssveit, með einstakt fuglalíf, Jarðböðin, Dimmuborgir og leirhverina í Hverarönd.
- Notaðu tækifærið meðan þú ert á Demantshringnum að skoða Ásbyrgi, Hljóðakletta og Jökulsárgljúfur, sem eru allt staðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
- Farðu í Hvalasafnið og í hvalaskoðun frá Húsavík, miðstöð hvalaskoðunar á Íslandi, þar sem möguleiki er að sjá steypireyði, stærsta dýr á jörðu (allt að 30 m að lengd). Heimsæktu einnig safnahúsið á Húsavík.
- Önnur upplifun á Norðurstrandarleið er að fara í Sjóböðin við Húsavík með frábæru útsýni yfir Skjálfandaflóa og í Byggðasafnið að Mánárbakka á Tjörnesi.
- Haltu áfram Norðurstrandarleiðina og inn í töfra miðnætursólarinnar á Melrakkasléttu, nyrsta svæði á Íslandi.
- Þegar áfram er haldið er komið að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn, sem er í byggingu. Frábær staður til að nóta sólarupprásar, sólarlags og norðurljósa að vetrarlagi.
- Eyðileg fegurð Langaness dregur fólk að útgerðarstaðnum Skálanesi, sem nú er rústir einar, rekaviðnum í fjörunni og í súlubyggðinni í Skoruvíkurbjargi. Rétt austan við Þórshöfn er síðan Sauðaneshúsið sem vert er að heimsækja og einnig Forystufjársetið í Þistilfirði, nokkru vestar.
- Á sumrin iðar Norðurland eystra af fuglalífi; kynntu þér fuglaslóðina þar (www.birdingtrail.is)
- Vertu í nánum tengslum við náttúruna í göngu-, hjóla-, eða hestaferð á Norðurlandi eystra.
Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.northiceland.is