Sjóminjasafnið á Hellissandi

ArfleifðByggingar

Í Sjóminjasafninu í Sjómannagarðinum á Hellissandi eru varðveitt tvö áraskip, áttæringarnir Bliki og Ólafur Skagfjörð. Blika smíðaði Sæmundur Sigurðsson skipasmiður frá Geitareyjum fyrir Jón Jónsson bónda í Akureyjum í Helgafellsveit árið 1826. Bliki er elsta fiskveiðiskip sem varðveitt er á Íslandi. Ólafur var smíðaður í Flatey á Breiðafirði 1875 – 1880. Báðum skipunum var róið frá Hellissandi fram á sjöunda áratug tuttugustu aldar.

Í Sjóminjasafninu er endurbyggð sú þurrabúð sem síðast var búið í á Hellissandi, Þorvaldarbúð. Þar eru einnig ýmsir gamlir munir, vélar, veiðarfæri, hvalbein, myndir ofl.

Á safninu er einnig kaffistofa og minjagripaverslun.

Tíu hugmyndir að afþreyingu á Snæfellsnesi:

  1. Heimsæktu nýju gestamiðstöð Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á Hellissandi og fáðu fræðslu um einstaka náttúru svæðisins.
  2. Frystiklefinn á Rifi er menningarmiðstöð á svæðinu. Kynntu þér dagskrá hans.
  3. Skoðaðu einstaka staði innan þjóðgarðsins svo sem Malarrif, Þúfubjarg og Lóndranga, Saxhól og Djúpalónssand.
  4. Þá er það sérstök upplifun að skoða Vatnshelli með leiðsögn.
  5. Arnarstapi er heimur út af fyrir sig með miklu fuglalífi, minnisvarða um Bárð Snæfellsás og myndefni við hvert fótmál.
  6. Farðu í skipulagða ferð á Snæfellsjökul er útsýnið frá toppi hans er stórkostlegt.
  7.  Skoðaðu Kirkjufossa nærri Kirkjufelli við Grundarfjörð, einn fjölsóttasta ferðamannastað á Snæfellsnesi.
  8. Skoðaðu  sýningu um hákarlaveiðar Bjarnarhöfn skammt vestan við Stykkishólm. Þar má líka versla verkaðan hákarl.
  9. Farðu í ógleymanlega siglingu um Breiðafjörð með Sæferðum í Stykkishólmi.
  10. Skoðaðu Byggðasafn Snæfellinga í Norska húsinu í Stykkishólmi og Vatnasafnið þar skammt undan.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.west.is

Sandahraun 7, 360 Hellissandur
mb31@centrum.is
844 5969
Opnunartímar:
  • Maí – ágúst alla daga 11-17.
  • September – apríl 12-17 miðvikudaga til sunnudaga. Lokað mánudaga og þriðjudaga.
HreinlætisaðstaðaMinjagripasalaSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is