Sauðaneshúsið á Langanesi

ArfleifðByggingarNáttúra

Sauðanes á Langanesi er fornfrægur kirkjustaður 7 km norðan við Þórshöfn. Sauðaneshús, gamli prestsbústaðurinn, var byggt árið 1879 úr grágrýti og telst því elsta steinhús í Þingeyjarsýslum. Þar er áhugaverð minjasýning „Að sækja björg í björg“ sem dregur upp mynd af lífinu á Langanesi þegar búið var í húsinu. Þar er einnig veitingasala.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Norðurlandi eystra:

  1. Láttu heillast af Dettifossi, aflmesta fossi Evrópu, Goðafossi í Aðaldal og Aldeyjarfossi í Bárðardal.
  2. Heimsæktu náttúruperluna Mývatnssveit, með einstakt fuglalíf, Jarðböðin, Dimmuborgir og leirhverina í Hverarönd.
  3. Notaðu tækifærið meðan þú ert á Demantshringnum að skoða Ásbyrgi, Hljóðakletta og Jökulsárgljúfur, sem eru allt staðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
  4. Farðu í Hvalasafnið og í hvalaskoðun frá Húsavík, miðstöð hvalaskoðunar á Íslandi, þar sem möguleiki er að sjá steypireyði, stærsta dýr á jörðu (allt að 30 m að lengd). Heimsæktu einnig safnahúsið á Húsavík.
  5. Önnur upplifun á Norðurstrandarleið er að fara í Sjóböðin við Húsavík með frábæru útsýni yfir Skjálfandaflóa og í Byggðasafnið að Mánárbakka á Tjörnesi.
  6. Haltu áfram Norðurstrandarleiðina og inn í töfra miðnætursólarinnar á Melrakkasléttu, nyrsta svæði á Íslandi. Skoðaðu einnig Byggðasafnið að Snartarstöðum, um 2 km sunnan við Kópasker, og einnig Skjálftasetrið í þorpinu.
  7. Þegar áfram er haldið er komið að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn, sem er í byggingu. Frábær staður til að nóta sólarupprásar, sólarlags og norðurljósa að vetrarlagi.
  8. Eyðileg fegurð Langaness dregur fólk að útgerðarstaðnum Skálanesi, sem nú er rústir einar, rekaviðnum í fjörunni og í súlubyggðinni í Skoruvíkurbjargi. Forystufjársetið í Þistilfirði, nokkru vestar, er síðan spennandi viðkomustaður.
  9. Á sumrin iðar Norðurland eystra af fuglalífi; kynntu þér fuglaslóðina þar (www.birdingtrail.is)
  10. Vertu í nánum tengslum við náttúruna í göngu-, hjóla-, eða hestaferð á Norðurlandi eystra.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.northiceland.is

Stóragarði 17, 640 Húsavík
safnahus@husmus.is
www.husmus.is
464 1860
Opnunartímar:

Júní-ágúst. Daglega kl. 11-17, en lokað á mánudögum.

HreinlætisaðstaðaSýningVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is