Oddi á Rangárvöllum
Oddi á Rangárvöllum er einn af helstu sögstöðum á Íslandi og þar hefur verið kirkja síðan í byrjun kristni. Þekktastur Oddaverja var Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133) sem stundaði námi við Svartaskóla í París. Um Sæmund hafa orðið til ýmsar þjóðsögur. Þá var hann líklega fyrstur íslenskra sagnaritara til að semja rit um Noregskonunga. Sonarsonur Sæmundar var Jón Loftsson, einn af valdamestu höfðingjum á Íslandi. Hann tók Snorra Sturluson í fóstur og menntaði hann. Eftir blóðug átök Sturlungaaldar leið veldi Oddaverja undir lok um 1300. Sex prestar í Odda hafa orðið biskupar á Íslandi.
Núverandi Oddakirkja var byggð árið 1924 og á marga merka gripi. Skammt frá kirkjunni er er afsteypa af verki Ásmundar Sveinssonar myndöggvara, Sæmundur á selnum, en frumgerðin stendur framan við aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Oddafélagið, samtök áhugafólks um sögu staðarins, var stofnað árið 1990. Megimarkmið þess er uppbygging nýrrar Oddakirkju og menningar- og fræðasetursins Sæmundarstofu. Þar er gert ráð fyrir fjölnota sal fyrir sýningar og viðburði, veitingum, bókhlöðu og íbúð fyrir fræðimenn. Oddafélagið stendur fyrir árlegri Oddahátíð. Við fornleifarannsókir í Odda sem hófust árið 1918 hafa m.a. fundist margir manngerðir hellar, þeir elstu frá 10. öld.
Tíu hugmyndir að afþreyingu á Suðurlandi:
- Skoðaðu sögustaði Njáls sögu og vel varðveitta torfbæinn að Keldum á Rangárvöllum.
- Heimsæktu eldfjalla- og jarðskjálftasýninguna LAVA á Hvolsvelli og Eldheima í Vestmannaeyjum.
- „Safnaðu“ fossum á Suðurlandi; aðrir áhugaverðir fossar eru meðal annars Gullfoss, Hjálparfoss, Háifoss, Gljúfrabúi og Seljalandsfoss.
- Skoðaðu hið fjölbreytta Skógasafn, eitt mest sótta safn á Íslandi.
- Ganga yfir Fimmvörðuháls, frá Skógum og að friðlandinu í Þórsmörk, er ein vinsælasta gönguleið á Íslandi.
- Farðu í skipulagað jöklagöngu á Sólheimajökul og í snjósleðaferð á Mýrdalsjökul.
- Baðaðu þig í Seljavallalaug eða í náttúrulauginni í Landmannalaugum. Magnað umhverfi er á báðum stöðum.
- Gakktu inn í Rútshelli, líklega elsta manngerða helli á Íslandi. Hellana við Hellu?
- Finndu til smæðar þinnar við Skógafoss og farðu göngustíginn upp að brún hans. Ef þú heldur áfram upp eftir Skógaá muntu sjá fjölda fagurra en minni fossa.
- Skoðaðu nýja miðbæinn á Selfossi þar sem eru endurgerðir af þekktur íslenskum húsum frá því um 1900. Þar er einnig Skyrsafnið.
Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.south.is