Oddi á Rangárvöllum

ArfleifðBókmenntirMinjarVíkingar

Oddi á Rangárvöllum er einn af helstu sögstöðum á Íslandi og þar hefur verið  kirkja síðan í byrjun kristni. Þekktastur  Oddaverja var Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133) sem  stundaði námi við Svartaskóla í París. Um  Sæmund hafa orðið til ýmsar þjóðsögur. Þá var hann líklega  fyrstur íslenskra sagnaritara til að semja rit um Noregskonunga. Sonarsonur Sæmundar  var Jón Loftsson, einn af valdamestu höfðingjum á Íslandi. Hann tók Snorra Sturluson í fóstur og menntaði hann. Eftir blóðug átök Sturlungaaldar leið veldi Oddaverja undir lok um 1300. Sex prestar í Odda hafa orðið biskupar á Íslandi.

Núverandi Oddakirkja var byggð árið 1924 og á marga merka gripi. Skammt frá kirkjunni er er afsteypa af verki  Ásmundar Sveinssonar myndöggvara, Sæmundur á selnum, en frumgerðin stendur framan við aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Oddafélagið, samtök áhugafólks um sögu staðarins, var stofnað árið 1990.  Megimarkmið þess er uppbygging nýrrar Oddakirkju og menningar- og fræðasetursins Sæmundarstofu. Þar er gert ráð fyrir fjölnota sal fyrir sýningar og viðburði, veitingum, bókhlöðu og íbúð fyrir fræðimenn. Oddafélagið stendur fyrir árlegri Oddahátíð. Við fornleifarannsókir í Odda sem hófust árið 1918 hafa m.a. fundist margir manngerðir hellar, þeir elstu frá 10. öld.

Tíu hugmyndir að afþreyingu á Suðurlandi:

  1. Skoðaðu sögustaði Njáls sögu og vel varðveitta torfbæinn að Keldum á Rangárvöllum.
  2. Heimsæktu eldfjalla- og jarðskjálftasýninguna LAVA á Hvolsvelli og Eldheima í Vestmannaeyjum.
  3. „Safnaðu“ fossum á Suðurlandi; aðrir áhugaverðir fossar eru meðal annars Gullfoss, Hjálparfoss, Háifoss, Gljúfrabúi og Seljalandsfoss.
  4. Skoðaðu hið fjölbreytta Skógasafn, eitt mest sótta safn á Íslandi.
  5. Ganga yfir Fimmvörðuháls, frá Skógum og að friðlandinu í Þórsmörk, er ein vinsælasta gönguleið á Íslandi.
  6. Farðu í skipulagað jöklagöngu á Sólheimajökul og í snjósleðaferð á Mýrdalsjökul.
  7. Baðaðu þig í Seljavallalaug eða í náttúrulauginni í Landmannalaugum. Magnað umhverfi er á báðum stöðum.
  8. Gakktu inn í Rútshelli, líklega elsta manngerða helli á Íslandi. Hellana við Hellu?
  9. Finndu til smæðar þinnar við Skógafoss og farðu göngustíginn upp að brún hans. Ef þú heldur áfram upp eftir Skógaá muntu sjá fjölda fagurra en minni fossa.
  10. Skoðaðu nýja miðbæinn á Selfossi þar sem eru endurgerðir af þekktur íslenskum húsum frá því um 1900. Þar er einnig Skyrsafnið.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.south.is

Eystri-Kirkjubær, 851 Hella
ritstjori@oddafelagid.is
www.oddafelagid.is
898 6316
Opnunartímar:

Oddi er aðgengilegur allt árið.

Oddahátíð er haldin fyrsta laugardag í júlí ár hvert.

HreinlætisaðstaðaMinjastaðurSöguslóð
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is