Minjasafn Austurlands
Hreindýrin hafa í gegnum árin skapað náttúru og menningu Austurlands sérstöðu. Á sýningu Minjasafns Austurlands, „Hreindýrin á Austurlandi“, er fjallað um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir, sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverki og hönnun. Þar er líka hægt að horfa á kvikmyndir um hreindýr og hlusta á frásagnir veiðimanna.
Yfirskrift sýningarinnar „Sjálfbær eining“ vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar. Til sýnis eru ýmsir gripir sem tilheyra sögu gamla sveitasamfélagsins á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Þessir gripir eru vitnisburður um búskaparhætti, handverk og lífsbaráttu fólks sem lifði af landi sínu og bústofni fyrir daga nútímatækni. Á sýningunni má finna bæði hagnýta hluti og skrautmuni og þar er einnig baðstofa frá bænum Brekku í Hróarstungu.
Auk grunnsýninganna eru á safninu spennandi sérsýningar og sérstakt krakkahorn.
Tíu hugmyndir að afþreyingu á Héraði og nágrenni:
- Gakktu upp að Helgifossi, sem er meðal hæstu og fegurstu fossum landsins.
- Heimsæktu Óbyggðasetur Íslands innarlega í Fljótdal og lærðu um líf útlaganna og lífsbaráttu íbúanna áður fyrr. Prófaðu að fara yfir Jökulsá á Fljótsdal í kláfi.
- Farðu í könnunarleiðangur um Hallormsstaðaskóg, stærsta skóg landsins með sínum háu trjám og góðum tjaldsvæðum. Kíktu eftir hvort þú kemur auga á Lagarfljótsorminn!
- Skoðaðu Stuðlagil í Jökuldal með sínum ægifögrum bergmyndunum..
- Laugaðu þig í Vök, nýju böðunum við Urriðavatn, skammt frá Egilsstöðum.
- Bragðaðu úrvals bjór í Brugghúsi Austra á Egilsstöðum og Brugghúsi Beljanda á Breiðdalsvík.
- Leitaðu að flokkum hreindýra og lærðu meira um lifnaðarhætti þeirra á Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum.
- Skoðaðu sýningu um náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs í Snæfellsstofu sem er í göngufæri frá Skriðuklaustri.
- Njóttu lífrænna rétta úr heimaræktuðu korni og grænmeti á Vallanesi og smakkaðu ekta skyr í kaffihúsinu Fjóshorninu á Egilsstaðabúinu.
- Snæddu ferskasta sushi í boði á veitingastaðnum Norð Austur á Seyðisfirði.
Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.east.is