Litlibær í Skötufirði

ArfleifðByggingarMatur

Saga fjölskyldanna tveggja sem hófu búskap á Litlabæ í Skötufirði árið 1895 er talandi dæmi um fátækt fólk sem byrjaði með tvær hendur tómar en tókst með dugnaði og elju að rísa til bjargálna og sjá fyrir stórum fjölskyldum. Það lifði af því litla sem landið gaf af sér en öðru fremur þeirri lífsbjörg sem það sótti á gjöful fiskimið.

Fyrstu ábúendur voru hjónin Guðfinnur Einarsson og Halldóra Jóhannsdóttir sem eignuðust 15 börn en af þeim komust 9 þeirra til fullorðinsára og hjónin Finnbogi Pétursson og Soffía Þorsteinsdóttir sem eignuðust 8 börn  og komust sjö þeirra til upp. Búið var í Litlabæ fram til 1969.

Húsið sem er steinhlaðið og með torfþaki var gert upp og opnað fyrir gestum árið 2013.  Túnið er afmarkað af enstaklega vel steinhlöðnum garði.

Þar er nú fjöslyldurekna Kaffihúsið Litlibær, sem gleður gesti með dýrindis kökum, rjómavöfflum og fleiru.

Tíu hugmyndir að afþreyingu og á norðanverðum Vestfjörðum:

  1. Kynntu þér fyrsta landnema Íslands í Melrakkasetrinu í Súðavík.
  2. Skoðaðu Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði og lærðu meira  um sögu svæðisins.
  3. Farðu í gönguferð um gamla bæinn á Ísafiði með Ísafjörður Guide og fræðstu um sögu húsanna og fólksins sem þar bjó.
  4.  Farðu í sjóstangveiði og veiddu í soðið.
  5.  Skoðaðu útsýnið af nýjum útsýnispalli á Bolafjalli, ef þú þorir!
  6.  Skrafaðu við vermann frá fornri tíð í Sjóminjasafninu í Ósvör.
  7.  Sigldu til Hornstranda eða út í eyjuna Vigur á Ísafjarðardjúpi.
  8.  Heimsæktu Ferðaþjónustuna að Heydal í Mjóafirði þar sem eru fjölbreyttar gönguleiðir, hesta-og kajakleiga og önnur afþreying.
  9. Baðaðu þig í lauginni að Reykjum við Ísafjarðardjúp sem með svipað hitastig og heitur pottur.
  10.  Leggðu upp í kajak-leiðangur framhjá söguslóðum, selum og fuglum.

Nánari upplýsingar á www.westfjords.is

Litlibær, 401 Ísafjörður
kaffi.litlibaer@gmail.com
www.facebook.com/litlibaer/
695 5377
Opnunartímar:

15. maí – 15. september alla daga 10-18.

HreinlætisaðstaðaMinjagripasalaVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is
BESbswy