Landnámssýningin og Reykjavík… sagan heldur áfram

ArfleifðBókmenntirMinjarRústirVíkingar

Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi.

Margmiðlunartækni er notuð til að útskýra byggingarlag húsa á víkingaöld. Einnig er hægt að skyggnast inn í skálann með hjálp tölvutækni og ímynda sér hvernig lífi heimilsfólksins var háttað.

Á sýningunni er reynt að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Þá eru sýndir munir sem fundist hafa við fornleifauppgröft í miðbæ Reykjavíkur.

Landnámssýningin er með sérstakt fjölskylduhorn þar sem  finna má skemmtilega leiki og leikföng sem svipa til þeirra sem börn léku sér með á tímum landnáms. Þar er líka hægt að læra ýmislegt um lífið á landnámsöld.

Í safnbúð Landnámssýningarinnar er boðið upp á fjölbreytt úrval sérhannaðra minjagripa sem tengjast viðfangsefni sýningarinnar ásamt ýmiskonar handverki, hönnun og bókum.

Hin nýja sýning ‘Reykjavík… og sagan heldur áfram’ sem opnaði sumarið 2022 teygir sig neðanjarðar frá Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 yfir í elsta hús Kvosarinnar, sem er Aðalstræti 10. Sýningin er framhald af Landnámssýningunni og rekur sögu byggðar í Reykjavík allt frá landnáminu og til samtímans. Áhersla er lögð á að draga fram þætti úr sögu Reykjavíkur, varpa ljósi á daglegt líf íbúanna og tíðarandann í aldanna rás. Efnistök og nálgun miða að því að ná sem best til allra notendur Borgarsögusafns Reykjavíkur. Sýningunni er ætlað að vekja áhuga og spurningar – og koma á óvart, með fjölbreyttri miðlun og upplifun. Með þessari nýju sýningu verður mikilvægi Aðalstrætis sem sögumiðja Reykjavíkur undirstrikað enn frekar.


Tíu hugmyndir að afþreyingu í Reykjavík og nágrenni:

  1. Farðu í bátsferð frá Reykjavíkurhöfn; skoðaðu hvali, lunda eða norðurljós, farðu í sjóstangveiði eða út í Viðey.
  2. Skoðaðu líflegt hafnarsvæðið á Granda með heillandi söfnum, listagalleríum, sérverslunum, fjölbreyttu úrvali veitingastaða, ísbúðum og súkkulaðiverksmiðju.
  3. Það er alveg sérstök upplifun að skoða Whales of Iceland (hvalasýninguna) og síðan FlyOver Iceland (Ísland úr lofti) úti á Granda, þar sem þú upplifir helstu náttúrundur Íslands í mögnuðu sýndarflugi.
  4. Farðu í gönguferð um Reykjavík og skoðaðu sögulegar byggingar, menningarminjar, útilistaver helstu kennileitir, svo sem Hallgrímskirkju, Hörpu og Ráðhús Reykjavíkur.
  5. Gakktu um skógivaxna Öskjuhlíðina áður en þú ferð og skoðar fjölbreyttar sýningar í Perlunni um náttúru Ísland, íshelli, sérstaka norðurljósasýningu og fleira.
  6. Farðu í hjólaferð til að uppgötva fallega náttúru um allt höfuðborgarsvæðið, þar á meðal við ströndina og Gróttuvita, gróskumikinn Fossvogsdal og Elliðaárdal.
  7. Vertu menningarlegur! Heimsæktu Þjóðminjasafn Íslands, Sögusafnið, Listasafn Íslands, sýningar Listasafns Reykjavíkur, einkasýningar og gallerí í höfuðborginn.
  8. Farðu í sund! Prófaðu einhverja af sundlaugunum í höfuðborginni, sökktu þér í heitu pottana og þjóttu niður rennibrautirnar. Ef þú hefur hugrekki til skaltu prófa sjósund á Nauthólsvík! Nýjasti baðstaðurinn er svo hið glæsilega Sky Lagoon í Kópavogi.
  9. Farðu í gönguferð! Allt í kringum höfuðborgina eru fjöll fyrir við allra hæfi, allt frá auðveldu Úlfarsfelli, Mosfelli og Helgafelli til krefjandi tinda á Esju og Vífilsfelli.
  10. Ef þú kemur að vetri skaltu heimsækja skíðasvæðin í Bláfjöll og Skálafelli, um 30 mínútna akstur fyrir utan Reykjavík,  með frábærum brekkum og aðstöðu fyrir snjóbretti, alpa- og gönguskíði.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.visitreykjavik.is

Aðalstræti 10 og 16, 101 Reykjavík
landnam@reykjavik.is
www.borgarsogusafn.is
411 6370
Opnunartímar:
  • Daglega kl. 10-17.
  • Leiðsögn á sumrin alla daga kl. 11.

Aðgöngumiðinn gildir bæði í Aðalstræti 10 og á Landnámssýninguna í Aðalstræti 16.

HljóðleiðsögnHreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaMinjastaðurSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is