Landnámssetrið í Borgarnesi
Landnámssetrið í Borgarnesi er í tveimur af elstu húsum Borgarness, Pakkhúsinu og Búðarkletti, sem tengd hafa verið saman með nútímalegri byggingu þar sem er minjagripa- og gjafavörusala.
Kjarni setursins eru sýningarnar um Landnám Íslands og Egils sögu. Í Landnámssýningunni er sagan sögð með ljósabúnaði og skjám Þar er fjallað um Landnám Íslands, hvernig norrænir menn fóru að því að rata yfir opið haf, af hverju þeir yfirgáfu heimkynni sín og hvað beið þeirra á þessu nýja, óbyggða landi. Sagt er frá fyrstu landnámsmönnunum og hvernig Ísland var numið. Á Egils sýningunni hafa ýmsir listamenn mótað atriði sögunnar í tré og leitast við að laða fram töfrandi og dulúðugt andrúmsloft hennar. Aðalpersónan er Egill Skallagrímsson, skáld, vígamaður og ein af litríkustu persónum Íslendingasagnanna á 10. öld.
Hljóðleiðsögn, sem er fáanleg á 15tungumálum, leiðir gestinn í gegnum sýningarnar. Sérstök barnaleiðsögn er á íslensku.
Á Sögulofti Landnámssetursins eru einnig haldnar vinsælar sögustundir og leiksýningar.
Glæsilegur veitingastaður og góð fundaraðstaða eru rekin í tengslum við Landnámssetrið.
—
Tíu hugmyndir að afþreyingu í Borgarfirði og nágrenni:
- Skoðaðu náttúruperlur og sögustaði í Borgarfirði svo sem Grábrók, Hraunfossa, Barnafoss og Reykholt Snorra Sturlusonar.
- Farðu í skipulagða ferð upp á Langjökul og skoðaðu manngerðu ísgöngin þar.
- Farðu í skoðunarferð um Víðgelmi, stærsta helli Íslands og einn stærsta hraunhelli heims.
- Farðu í styttri eða lengri gönguferð í ævintýralegu umhverfi Húsafells og prófaðu nýju gljúfraböðin.
- Leggstu í bleyti í Kraumu heilsulind við Deildartunguhver, öflugasta hver í Evrópu.
- Farðu í hestaferð með einni af hestaleigunum á svæðinu og/eða bókaðu heimsókn í hesthús til að fræðast um íslenska hestinn.
- Kynntu þér íslensku geitina, sem er einstakt kyn, og afurðir hennar í geitabúinu að Háafelli.
- Slappaðu af í Guðlaugu, náttúrulauginni á Langasandi á Akranesi, slakaðu á og leiktu við börnin á ströndinni.
- Heimsæktu Steðja brugghús og bragðaðu á nokkrum af bjórunum.
- Kafaðu í sögu héraðsins á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri, Byggðasafninu að Görðum á Akranesi og Hernámssetrinu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.
Nánari upplýsingar á www.west.is