Landbúnaðarsafn Íslands

ArfleifðIðnaður

Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri varpar ljósi á sögu íslensks landbúnaðar. Í sveitasælunni í Borgarfirði er kjörið að kynna sér merka sögu íslensks landbúnaðar, skoða gömul landbúnaðartæki og velta fyrir sér framþróun þessarar mikilvægu greinar. Sérstök áhersla er lögð á upphaf tæknialdar í landbúnaði. Meðal merkustu muna Landbúnaðarsafnsins eru verðmætir gripir frá Ólafsdalsskólanum og frá búi Thors Jensen á Korpúlfsstöðum.

Í Ullarselinu (www.ull.is) í móttökurými Landbúnaðarsafnsins, er fínasta handverk héraðsins til sölu.


Tíu hugmyndir að afþreyingu í Borgarfirði og nágrenni:

  1. Skoðaðu náttúruperlur og sögustaði í Borgarfirði svo sem Grábrók, Hraunfossa, Barnafoss og Reykholt Snorra Sturlusonar.
  2. Farðu í skipulagða ferð upp á Langjökul og skoðaðu manngerðu ísgöngin þar.
  3. Farðu í skoðunarferð um Víðgelmi, stærsta helli Íslands og einn stærsta hraunhelli heims.
  4. Farðu í styttri eða lengri gönguferð í ævintýralegu umhverfi Húsafells og prófaðu nýju giljaböðin.
  5. Leggstu í bleyti í Kraumu heilsulind við Deildartunguhver, öflugasta hver í Evrópu.
  6. Farðu í hestaferð með einni af hestaleigunum á svæðinu og/eða bókaðu heimsókn í hesthús til að fræðast um íslenska hestinn.
  7. Kynntu þér íslensku geitina, sem er einstakt kyn, og afurðir hennar í geitabúinu að Háafelli.
  8. Slappaðu af í Guðlaugu,  náttúrulauginni á Langisandi á Akranesi, slakaðu á og leiktu við börnin á ströndinni.
  9. Heimsæktu Steðja brugghús og bragðaðu á nokkrum af bjórunum.
  10. Kynntu þér sögu héraðsins í Landnámssetrinu og Safnahúsinu í Borgarnesi, Byggðasafninu að Görðum á Akranesi og Hernámssetrinu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.

Nánari upplýsingar á www.west.is

Halldórsfjós, Hvanneyri, 311 Borgarnes
ragnhildur@lbhi.is
www.landbunadarsafn.is
844 7740
Opnunartímar:
  • 15. maí – 15. september kl. 11-17.
  • 16. sept. – 14. maí. Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl. 13-17.
  • Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Boðið er upp á stutta kynningu á Hvanneyrarstað með heimsókn í Hvanneyrarkirkju, eina fallegustu kirkju landsins, og gönguferð um gamla skólastaðinn (panta í s.  844 7740). Með fyrirvara má panta veitingar í matstofu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri (s. 433 5000).

HreinlætisaðstaðaMinjagripasalaSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is