Jarðhitasýningin
Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun býður gestum sínum að upplifa hvernig endurnýjanleg orka er framleidd í stærstu jarðvarmavirkjun á Íslandi, Hellisheiðarvirkjun. Virkjunin framleiðir rafmagn fyrir innlenda notkun og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.
Gestir læra um sögu nýtingar á jarðhita og sjálfbærar orku á Íslandi. Á sýningunni er hægt að sjá inn í vélasalinn, horfa yfir vinnusvæðið, njóta sýninga á gangvirkan hátt og kynnast spennandi nýsköpunarverkefnum sem eru í gangi á svæðinu. Þar á meðal Carbfix, þar sem CO2 er breytt í stein og öðrum fyrirtækjum sem eru með aðstöðu í Jarðhitagarðinum við virkjunina.
Jarðhiti hefur verið hluti af sögu og menningu Íslendinga frá landnámi. Sjáðu hvernig jarðhitamenning hefur haft áhrif á fortíð, nútíð og framtíð Íslendinga, frá ódýrri orku til ferskar matvælaframleiðslu, sundlauga og heitra potta.