CityWalk – gönguferðir í miðborg Reykjavíkur
CityWalk – gönguferðir í miðborg Reykjavíkur
CityWalk Reykjavík býður upp á gönguferðir í miðborg Reykjavíkur fyrir ferðamenn og einkahópa um hjarta höfuðborgarinnar þar sem saga, menning og skemmtun fléttast saman. Fyrirtækið var stofnað árið 2014 af Marteini Briem og hefur frá upphafi boðið fríar ferðir með leiðsögn fyrir ferðamenn þar sem gestir greiða frjáls framlög í lok ferðar.
Daglegar fríar gönguferðir í miðbæ Reykjavíkur
Þessar vinsælu „fríu“ gönguferðir í miðborg Reykjavíkur ætlaðar ferðamönnum hafa vakið athygli í erlendum fjölmiðlum og á hótelum víða um borgina. Þátttaka hefur aukist jafnt og þétt og starfsfólki fjölgað í takt við eftirspurn. Leiðsögnin fer fram á ensku og er leidd af reynslumiklum leiðsögumanni. Gestir greiða aðeins með frjálsum framlögum í lok ferðar. Til að bóka farið hér á vef CityWalk fríar gönguferðir
Einkaferðir og sérsniðin upplifun
Fyrir þau sem vilja persónulegri upplifun býður CityWalk upp á einka gönguferðir sem taka 2–3 klukkustundir. Þessar ferðir eru skipulagðar fyrir smærri hópa og oft með mat inniföldum.
Íslendingaganga – Fyrir hópa og fyrirtæki
Íslenskir hópar, fyrirtæki og saumaklúbbar geta bókað Íslendingagöngu sem er sérsniðin ferð um miðborgina með áherslu á íslenska sögu og menningu.
Áreiðanleiki og sveigjanleiki í fyrirrúmi
CityWalk hefur aldrei aflýst ferð og er alltaf með plan B ef aðstæður breytast. Sveigjanleiki og fagmennska eru lykilatriði í þjónustunni og endurspeglast í fjölmörgum jákvæðum umsögnum frá ánægðum gestum og samstarfsaðilum.
Nánari upplýsingar um starfsemi má finna á CityWalk.is












