CityWalk Reykjavík

ArfleifðByggingarFerðir

CityWalk Reykjavík sérhæfir sig í gönguferðum um Reykjavík. Fyrirtækið var stofnað 2014 af Marteini Briem sem fór um bæinn með „fría“ leiðsögn fyrir ferðamenn daglega. Fljótlega varð ferðin á allra vörum og umsagnir í erlendum blöðum, miðlum og á hótelum stuðluðu að hraðri uppbyggingu og fjölgun starfsfólks. Í dag eru daglegar fríar ferðir með sama hætti og ávallt þar sem gestir greiða með frjálsum framlögum í lok ferðar.

Einnig fer mikill fjöldi í smærri skipulögðum prívat ferðum CityWalk um bæinn  (2-3 klst) gegn ákveðnu gjaldi, oft með mat inniföldum. Sjá: https://citywalk.is/tour/private-tour/

Sami kjarni leiðsögumanna CityWalk er enn að störfum og á fyrstu árunum, sem sýnir stöðugleika fyrirtæksisins. Mikil áhersla er lögð á hágæða leiðsögn  sem skilar sér í fjölmörgun jákvæðum á umsögnum um fyrirtækið og þá samstarfsaðilum sem það hefur haft í mörg ár. CityWalk Reykjavík hefur aldrei aflýst ferð og er alltaf með plan B þar sem  sveigjanleiki er aðalatriðið.

, 101 Reykjavík
citywalk@citywalk.is
www.citywalk.is
787 7779
Opnunartímar:

Starfsemi allan ársins hring.

„Fríu“ ferðirnar hefjast yfirleitt á Austurvelli en prívat ferðirnar (VIP) framan við Hallgrímskirkju.

GönguleiðirLeiðsögn
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is