Teigarhorn – fólkvangur

ArfleifðByggingarMinjarNáttúra

Glitrandi steinar laða ferðalanga til fólkvangsins Teigarhorns við Berufjörð, en þar er einn merkasti fundarstaður geislasteina (zeólíta) í heiminum. Þar finnast auk þess aðrar steindir, s.s. ópall, bergkristall og silfurberg. Bærinn Teigarhorn skipar einnig sérstakan sess í sögu íslenskrar ljósmyndunar. Þar starfaði Nicoline Weywadt, sem hóf störf við ljósmyndun 1872, fyrst kvenna á Íslandi, og systurdóttir hennar, Hansína Björnsdóttir.

Teigarhorn er friðlýst sem fólkvangur og hluti jarðarinnar er náttúruvætti. Á svæðinu starfar landvörður sem vaktar svæðið og veitir allar helstu upplýsingar.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Suðausturlandi og Austfjörðum:

  1. Gakktu upp á Búlandstind ofan við Djúpavog, ef þú þorir! Þar er magnað útsýni í allar áttir.
  2. Lærðu um sögu Hans Jónatans, fyrsta hörundsdökka íbúa Djúpavogs, sem flúði úr þrældómi í Karíbahafi. Hann varð síðan verslunarmaður og mikilvægur þegn í samfélaginu.
  3. Skoðaðu „Eggin í Gleðivík“, frábært listaverk Sigurðar Guðmundssonar í Djúpavogi. Um er að ræða 34 egg fuglategunda sem verpa í nágrenninu mótuð í steina og í yfirstærð.
  4. Smakkaðu gómsætan humar einu af veitingahúsinu á Höfn, „höfðustað humarsins“ á Íslandi.
  5. Prófaðu heitu pottana utandyra að Hoffelli, þar sem er gnægð jarðhita.
  6. Bókaðu ferð í hreindýraskoðun, fuglaskoðun eða annars konar upplifun í villtri náttúrunni.
  7. Komdu við og smakkaðu á bjór frá Beljandi handverksbrugghúsi og krá á Breiðdalsvík.
  8. Skoðaðu síðan fossinn Beljanda í Breiðdalsá, sem brugghúsið er skírt eftir.
  9. Fjöll Austfjarða eru fræg fyrir litríkar steintegundir; á Steinasafni Petru á Stöðvarfirði er ótrúlega fjölbreytt steinasafn til sýnis.
  10. Fylgdu í fótsor franskra sjómanna við Ísland sem höfðu bækistöðvar sínar á Fáskrúðsfirði. Skoðaðu Franska spítalann, sem nú hýsir glæsilegt hótel, og sýningu þar um sjómennina.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.east.is eða www.vistitvatnajokull.is

Teigarhorn , 765 Djúpivogur
teigarhofn@mulathing.is
www.teigarhorn.is
869 6550
Opnunartímar:

Júní-ágúst kl. 9-16.

GönguleiðirLeiðsögnSýning
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is