Skriðuklaustur í Fljótsdal

BókmenntirByggingarMargmiðlunMaturMinjarRústir

Skriðuklaustur er sögustaður í Fljótsdal með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Minjar klaustursins voru grafnar upp á árunum 2002-2012 í einni umfangsmestu fornleifarannsókn síðari ára. Skriðuklaustur var Ágústínusarklaustur sem starfaði frá 1493 til siðaskipta 1550. Það var fyrst og fremst hæli fyrir sjúka og fátæka og þar var starfrækt sjúkrahús. Minjasvæðið er opið allt árið.

Á Skriðuklaustri stendur herragarðshúsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson byggði árið 1939 þegar hann sneri heim eftir 30 ára dvöl í Danmörku. Þekktustu verk Gunnars eru Svartfugl, Fjallkirkjan og Aðventa. Í Gunnarshúsi er sýning um miðaldaklaustrið og safn um Gunnar skáld með persónulegri leiðsögn fyrir gesti. Þar er m.a. hægt að skoða klaustrið í sýndarveruleika.

Á Skriðuklaustri eru haldnir ýmsir viðburðir og utandyra eru völundarhús og leiktæki fyrir börn.

Hið rómaða Klausturkaffi er á neðri hæð Gunnarshúss og býður upp hádegis- og kaffihlaðborð alla daga á sumrin.


Tíu hugmyndir að afþreyingu á Héraði og nágrenni:

  1. Gakktu upp að Hengifossi sem er meðal hæstu og fegurstu fossum landsins. (hengifoss.is)
  2. Heimsæktu Óbyggðasetur Íslands innst í Fljótsdal og upplifðu lífsbaráttuna í jaðri óbyggðanna á verðlaunuðu safni (wilderness.is).
  3. Farðu í könnunarleiðangur um Hallormsstaðaskóg, stærsta skóg landsins með sínum háu trjám og góðum tjaldsvæðum. Kíktu eftir hvort þú kemur auga á Lagarfljótsorminn! (hallormsstadur.is)
  4. Skoðaðu Stuðlagil á Jökuldal með sínum ægifögrum bergmyndunum. (studlagil.is)
  5. Laugaðu þig í Vök, nýju böðunum við Urriðavatn, skammt frá Egilsstöðum eða á heiðum uppi í Laugarfelli.
  6. Bragðaðu úrvals bjór í Brugghúsi Austra á Egilsstöðum og Brugghúsi Beljanda á Breiðdalsvík.
  7. Hafðu augun hjá þér í von um að koma auga á hreindýr og lærðu meira um lifnaðarhætti þeirra á Minjasafni Austurlands á Egilsstöðum.
  8. Skoðaðu sýningu um náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs í Snæfellsstofu sem er staðsett á Skriðuklaustri við hliðina á Gunnarshúsi.
  9. Njóttu lífrænna rétta úr heimaræktuðu korni og grænmeti í Vallanesi og smakkaðu ekta skyr í kaffihúsinu Fjóshorninu á Egilsstaðabúinu.
  10. Snæddu ferskasta sushi landsins á veitingastaðnum Norð Austur á Seyðisfirði.

Nánari upplýsingar og hugmyndir á www.east.is

Skriðuklaustur, 701 Egilsstaðir
klaustur@skriduklaustur.is
www.skriduklaustur.is
471 2990
Opnunartímar:
  • Júní til ágúst 10-18.
  • Maí og september 12-17.
  • Apríl og október 12-16.
  • Nóvember-mars, opið óreglulega.
HreinlætisaðstaðaLeiðsögnMinjagripasalaMinjastaðurSýningUpplýsingarVeitingar
Samtök um söguferðaþjónustu (SSF) voru stofnuð árið 2006. Þau eru samráðsvettvangur aðila er stunda söguferðaþjónustu á Íslandi, einkum hvað varðar markaðssetningu, gæði og fagmennsku.

Hafa samband

Email: info@sagatrail.is